Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Southampton dregur Dibling út úr æfingum vegna viðræðna við Everton
Tyler Dibling.
Tyler Dibling.
Mynd: EPA
Southampton hefur dregið Tyler Dibling út úr æfingum aðalliðs félagsins en viðræður eru í gangi um að þessi 19 ára leikmaður gangi mögulega í raðir Everton.

Everton hefur komið með þrjú tilboð í leikmanninn, það nýjasta hljóðar upp á 40 milljónir punda auk 5 milljóna eftir ákvæðum.

Southampton, sem féll úr efstu deild í fyrra, hefur hafnað öllum þremur tilboðunum en liðið mætir Wrexham í fyrstu umferð Championship-deildarinnar á laugardag.

Southampton vill ekki taka neina áhættu á Dibling meiðist og hefur ákveðið að láta hann ekki æfa með snertingu.

Dibling er mikið efni og hefur vakið áhuga margra úrvalsdeildarfélaga eftir að hafa skorað tvö mörk í 33 leikjum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner