Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Müller til Vancouver Whitecaps (Staðfest)
Mynd: Vancouver Whitecaps
Thomas Müller er genginn til liðs við kanadíska félagið Vancouver Whitecaps sem leikur í bandarísku MLS-deildinni.

Müller yfirgaf Bayern í sumar eftir að samningurinn hans rann út en þessi 35 ára gamli Þjóðverji hafði spilað með Bayern allan sinn feril hingað til. Hann var í 25 ár hjá þýska félaginu.

„Ég hef heyrt frábæra hluti um borgina en fyrst og fremst er ég kominn til að vinna. Ég hef átt gott spjall við stjórnina og nú get ég ekki beðið eftir því að spila fyrir framan stuðningsmennina og sjá þá koma á BC Place þegar við stefnum í átt að úrslitakeppninni," sagði Müller.

Vancouver er í 2. sæti Vesturdeildarinnar með 45 stig eftir 24 umferðir. Liðið er stigi á eftir San Diego og á leik til góða.
Athugasemdir
banner