Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
   fim 07. ágúst 2025 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Frederik Birk.
Frederik Birk.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar mæta Bröndby í kvöld.
Víkingar mæta Bröndby í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er með góða tilfinningu. Það er frábært að vera hérna," sagði Frederik Birk, þjálfari Bröndby, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær. Í kvöld spilar Bröndby, sem er eitt stærsta félag Danmerkur, við Víking í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Birk er að mæta til Íslands í fyrsta sinn og er spenntur fyrir leik kvöldsins.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað. Ég og kærastan mín höfum talað um það í mörg ár að koma til Íslands, en í hvert sinn sem við fáum frí þá veljum við af einhverri ástæðu alltaf ströndina og sólarveður. En nú þegar ég er kominn hingað og sé fallegu náttúruna í bland við það sem við elskum mest, að spila fótbolta, þá eru það forréttindi."

Svo þú ætlar að koma hingað með kærustunni seinna?

„Það veltur á úrslitunum," sagði Birk léttur. „Ég talaði við hana stuttlega á hótelinu og sagði við hana að þetta væri eins og við hefðum rætt um, við þyrftum að fara saman hingað einn daginn."

Tilfinningin í hópnum góð
En að leiknum. Hvernig líst þér á að mæta Víkingum?

„Það sem ég hef séð á myndböndum og tölfræðilega, þá er Víkingur sterkt lið með sterka hugsjón. Við sjáum til hvernig þeir spila taktískt á morgun (í kvöld)."

„Tilfinningin okkar er góð. Úrslitin í síðasta leik voru slæm en byrjunin á tímabilinu hefur verið allt í lagi. Við unnum fyrstu tvo leikina og fórum í gegnum lið frá Færeyjum í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar. Öll tölfræðin úr því einvígi sýnir að við vorum betra liðið þó við hefðum viljað vinna stærra. Heilt yfir hefur byrjunin verið ágæt en það var ekki ætlunin að koma hingað eftir 0-2 tap á heimavelli."

Bröndby lenti í vandræðum með HB frá Færeyjum í síðustu umferð og það ætti að gefa Víkingum innblástur fyrir þetta einvígi.

„Þeir gáfu okkur góða áskorun en ef þú horfir á færin sem við sköpuðum yfir leikina tvo þá voru þetta ekki rétt úrslit, sérstaklega ef þú horfir á xG-ið. Við hefðum átt að vinna með meira en eins marks mun," sagði Birk og tekur undir það að Bröndby sé sigurstranglegra liðið fyrir einvígið gegn Víkingum þó hann beri mikla virðingu fyrir þeirra liði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner