Ipswich hafnaði 35 milljón punda tilboði Nottingham Forest í Omari Hutchinson.
Samkvæmt heimildum Sky Sports vill Ipswich fá mun hærri upphæð ef félagið ætlar að selja hann í sumar.
Samkvæmt heimildum Sky Sports vill Ipswich fá mun hærri upphæð ef félagið ætlar að selja hann í sumar.
Það var ákvæði í samningi Hutchinson sem gerði félögum kleift að kaupa hann fyrir 35 milljónir punda eftir að Ipswich féll úr úrvalsdeildinni en það rann út fyrr í sumar.
Brentford reyndi að fá hann til að fylla skarðið sem Bryan Mbeumo skildi eftir sig en hann gekk til liðs við Man Utd. Brentford heldur áfram að fylgjast með gangi mála hjá Hutchinson.
Athugasemdir