Aston Villa hafnaði 18 milljóna punda tilboði Everton í skoska miðjumanninn John McGinn og hefur greint frá því að hann sé ekki til sölu.
McGinn, sem er þrítugur, er fyrirliði Villa og í miklum metum hjá félaginu.
Everton lagði fram 18 milljóna punda tilboði í hann sem Villa hafnaði um leið og tjáði kollegum sínum í úrvalsdeildinni að hann sé ekki til sölu.
Newcastle United hefur einnig sýnt McGinn áhuga en ekki lagt fram tilboð.
David Moyes, stjóri Everton, var með McGinn efstan á óskalista sínum og þá vill Newcastle styrkja miðsvæðið fyrir komandi átök í deildinni og Meistaradeild Evrópu.
Digne framlengir til 2028
Fleiri fréttir bárust úr herbúðum Villa í dag en franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur framlengt samning sinn til 2028.
Digne, sem er 32 ára gamall, spilaði 45 leiki í öllum keppnum með Villa á síðustu leiktíð og gaf sex stoðsendingar.
Frakkinn kom til Villa frá Everton árið 2022 fyrir 25 milljónir punda, en áður lék hann með Barcelona, PSG, Lille og Roma. Hann á 52 A-landsleiki að baki með Frökkum.
Aston Villa is delighted to announce that Lucas Digne has signed a new contract with the club. pic.twitter.com/yCw10E9tQn
— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 7, 2025
Athugasemdir