Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   fim 07. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórsigur hjá Degi Dan - Suarez í stuði
Mynd: Orlando City
Orlando City vann stórsigur á Necaxa frá Mexíkó í Norður og mið-Ameríku bikarnum í nótt.

Leiknum lauk með 5-1 sigri Orlando. Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum en kom inn á 88. mínútu þegar úrslitin voru löngu ráðin.

Luis Suarez fór fyrir sínum mönnum í Inter Miami þegar liðið vann Pumas frá Mexíkó 3-1. Suarez skoraði eitt mark úr víti og lagði upp tvö.

Fyrsta mark liðsins skoraði Rodrigo de Paul en þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið en hann gekk til liðs við félagið frá Atletico Madrid í síðasta mánuði. Hann hefur nú skorað og lagt upp tvö mörk í síðustu tveimur leikjum.

Lionel Messi var ekki með Inter Miami vegna meiðsla. Keppninni er skipt í tvo riðla, bandarísku liðin eru saman í riðli og mexíkósku liðin saman. Inter Miami er í 2. sæti með átta stig eftir þrjár umferðir en Orlando er í 3. sæti með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner