Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd sýnir Baleba áhuga - Verðmiðinn mjög hár
Mynd: EPA
Það er útlit fyrir að Benjamin Sesko sé á leið til Man Utd frá Salzburg. Félagið ætlar að einbeita sér að því að klára kaupin og selja aðra leikmenn.

Félagið vill einnig styrkja sig enn frekar og United skoðar að styrkja miðsvæðið.

Carlos Baleba, leikmaður Brighton, er á óskalistanum en Sky Sports segir að engar viðræður séu hafnar.

Ef þeim tekst að næla í Sesko mun fjárhagsleg staða Man Utd gera viðræðurnar um Baleba erfiðar.

Baleba er einn af lykilmönnum Brighton og félagið mun ekki leyfa honum að fara nema fyrir mjög háa upphæð. Félagið sýndi það þegar Moises Caicedo gekk til liðs við Chelsea fyrir 115 milljónir punda árið 2023.

Fabrizio Romano greinir frá því að Man Utd hafi haft samband við leikmanninn í vikunni. Baleba er 21 árs gamall Kamerúni en hann á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá Brighton.
Athugasemdir
banner