Davíð Ingvarsson sneri aftur í lið Breiðabliks á móti KA, kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Davíð meiddist í aðdraganda Íslandsmótsins og var útlit fyrir að hann myndi jafnvel ekki spila neitt á tímabilinu.
Davíð, sem spilaði áður oftast í bakverði en meira á vinstri kantinum á síðasta tímabili, átti góða innkomu inn í lið Breiðabliks á síðasta tímabili þegar hann kom heim frá Danmörku, liðið tapaði ekki deildarleik eftir heimkomu hans og endaði á því að verða Íslandsmeistari. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, í aðdraganda leiskins gegn Zrinjski Mostar. Sá leikur fer fram í Bosníu í kvöld, klukkan 18:00, en um fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildarinnar er að ræða.
Davíð, sem spilaði áður oftast í bakverði en meira á vinstri kantinum á síðasta tímabili, átti góða innkomu inn í lið Breiðabliks á síðasta tímabili þegar hann kom heim frá Danmörku, liðið tapaði ekki deildarleik eftir heimkomu hans og endaði á því að verða Íslandsmeistari. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, í aðdraganda leiskins gegn Zrinjski Mostar. Sá leikur fer fram í Bosníu í kvöld, klukkan 18:00, en um fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildarinnar er að ræða.
Lestu um leikinn: Zrinjski Mostar 0 - 0 Breiðablik
„Það er stórkostlegt að hann sé kominn aftur, ótrúlega jákvætt. Hann er frábær leikmaður og liðsfélag, gjörsamlega stórkostlegt fyrir hann því á tíma leit út fyrir að hann myndi jafnvel ekkert taka þátt á þessu tímabili. Hann er langt á undan áætlun og björtustu vonum," segir Dóri.
„Hann er klár í leikinn, auðvitað búinn að vera frá síðan í febrúar, en getur tekið þátt í leiknum," segir þjálfarinn.
Athugasemdir