Sænski framherjinn Alexander Isak verður ekki með Newcastle í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins áður en enska úrvalsdeildin fer af stað.
Isak sneri aftur til æfinga í byrjun vikunnar en hefur ekkert æft með hópnum og var bannað að mæta í grillveislu sem var haldin á æfingasvæði félagsins.
Daily Mail greinir frá því að Isak, sem vill komast til Liverpool, verði ekki með í æfingaleikjunum gegn Espanyol og Atlético Madríd um helgina.
Það verða tveir síðustu leikir liðsins áður en enska úrvalsdeildin fer af stað.
Leikurinn gegn Espanyol fer fram annað kvöld og svo spilar liðið við Atlético á laugardag.
Liverpool hefur enn mikinn áhuga á Isak þrátt fyrir að Newcastle hafi hafnað 110 milljóna punda tilboði fyrir tæpri viku. Liverpool mun ekki leggja fram annað tilboð fyrr en Newcastle hefur fengið framherja í stað Isak.
Newcastle hefur gengið ömurlega að kaupa sóknarmenn í glugganum og fengið hafnanir úr öllum áttum og nú síðast frá Benjamin Sesko sem ákvað að fara frekar til Manchester United.
Athugasemdir