Það var spennandi leikur í Bestu deildinni í kvöld þegar Fram fékk Stjörnuna í heimsókn. Liðin voru í 4. og 5. sæti með jafn mörg stig fyrir leikinn.
Steven Caulker var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta sinn eftir komuna til liðsins í sumar.
Það var markalaust í hálfleik en heimamenn voru ívið sterkari aðilinn.
Það var umdeilt atvik snemma í seinni hálfleik þegar Andri Rúnar Bjarnason komst í gott færi en Kyle McLagan bjargaði, Andri vildi fá vítaspyrnu en ekkert dæmt.
Stuttu síðar náðu Framarar forystunni þegar Róbert Hauksson kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.
Benedikt Warén átti gott skot þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Viktor Freyr Sigurðsson gerði vel og varði frá honum.
Stuttu síðar átti Guðmundur Baldvin Nökkvason hörkuskot en boltinn fór í stöngina. Stjarnan sótti áfram og það skilaði sér undir lokin.
Guðmundur Kristjánsson átti skalla í slá eftir langt innkast og Andri Rúnar fylgdi á eftir og skoraði. Daníel Finns Matthíasson var nálægt því að tryggja Stjörnunni sigurinn en skot hans úr teignum fór yfir og jafntefli var niðurstaðan.
Fram er í 4. sæti með 25 stig og Stjarnan í 5. sæti einnig með 25 stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 17 | 10 | 4 | 3 | 44 - 23 | +21 | 34 |
2. Víkingur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 31 - 20 | +11 | 32 |
3. Breiðablik | 17 | 9 | 5 | 3 | 29 - 22 | +7 | 32 |
4. Fram | 17 | 7 | 4 | 6 | 26 - 22 | +4 | 25 |
5. Stjarnan | 17 | 7 | 4 | 6 | 30 - 28 | +2 | 25 |
6. Vestri | 17 | 7 | 2 | 8 | 16 - 15 | +1 | 23 |
7. ÍBV | 17 | 6 | 3 | 8 | 16 - 24 | -8 | 21 |
8. Afturelding | 17 | 5 | 5 | 7 | 20 - 25 | -5 | 20 |
9. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
10. KA | 17 | 5 | 4 | 8 | 17 - 32 | -15 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Athugasemdir