Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 07. ágúst 2025 20:52
Alexander Tonini
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Kvenaboltinn
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir með boltann
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir með boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta öðruvísi leikur, þær pressuðu mjög mikið. Við þurftum að vera þolinmóðar og bíða eftir opnum svæðum áður en að boltinn myndi detta inn", sagði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir eftir stórsigur Blikastelpna í Úlfarsárdal. Stelpurnar úr Kópavogi komu sá og sigurðu 6-1 að leikslokum.

Nik Chamberlain gerði hvorki meira né minna en fimm breytingar frá sigurleiknum gegn Val 3-0 og nokkuð ljóst að Breiðablik er með besta hópinn í deildinni. Það var ekki að sjá á leiknum sjálfum að það vantaði nokkrar landsliðskonur sem fengu sér pásu á bekknum.

„Við erum með mjög breiðan hóp. Þetta er þriðji leikurinn okkar í vikunni. Við spiluðum bikarleik á móti ÍBV og á móti Val fyrir örfáum dögum. Bara fínt að dreifa álaginu fyrst að við erum með svona góðan hóp"

Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Breiðablik

En hvað finnst Hrafnhildi um að tvær landliðskonur koma inn á af bekknum þær Agla María og Áslaug Munda?

„Það er geggjað, þá veistu alveg hvað þú færð frá varamönnunum. Geggjað að eiga varmenn sem geta breytt leiknum"

Hrafnhildur Ása sem er fædd 2006 hefur oftast byrjað á bekknum í sumar en hún nýtti heldur betur tækifærið sitt hér í dag og átti stórleik. Lagði upp flott mark fyrir Edith sem skoraði fimmta mark liðsins hér í kvöld.
En hvernig fannst henni sinn leikur í dag?

„Mér fannst hann solid. Ég átti nokkrar góðar sendingar inni í teig. Við fengum alveg fullt af færum og hefðum getað skorað miklu fleiri mörk"

En er Breiðablik svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár?

„Við erum að stefna á hann, en við getum ekki verið of cocky núna það er fullt af leikjum eftir. Það er mjög fljótt að breytast í þessari deild. Miklu jafnari deild en vanalega finnst mér"

Breiðablik er líka komið í úrslit bikarins og mun mæta FH í þeim leik, hvernig leggst hann í Hrafnhildi

„Hann leggst mjög vel í mig. Ég hef farið i tvö bikarúrslit og tapað þeim báðum. Það væri extra nice að vinna núna"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner