Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 08. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Áhuginn á Antonio vex
Mynd: EPA
Jamaíkumaðurinn Michail Antonio mun finna sér nýtt félag á næstu dögum ef marka má frétt Sky Sports.

Antonio, sem er 35 ára gamall, er án félags eftir að hann yfirgaf West Ham þegar samningur hans rann út í sumar.

Félagið greindi frá ákvörðun sinni í gær og er framherjinn nú í leit að nýju félagi.

Félög í ensku úrvalsdeildinni, B-deildinni og í Sádi-Arabíu hafa sett sig í samband við umboðsmann Antonio.

Framherjinn er ný kominn til baka eftir að hafa lent í hræðilegu bílslysi í desember. Hann lék með landsliði Jamaíku í júní og með unglinga- og varaliði West Ham og því klár í nýtt tímabil,

Antonio er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni og samtals skorað 143 mörk í 570 leikjum á ferlinum ásamt því að hafa skorað fimm mörk í 24 landsleikjum sínum með Jamaíka.
Athugasemdir
banner