Nikolaj Hansen skoraði fyrsta mark leiksins í fræknum sigri Víkings á Bröndby í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 0 Bröndby
„Þetta er erfiður leikur fyrir Bröndby hérna heima, en nú vil ég að við förum og klárum þetta úti í Danmörku."
„Við vissum hvernig þeir væru að fara spila og mér fannst við díla við þá vel. Þeir fá kannski eitt færi, en annars ekki neitt. Þetta hefði átt að fara 5-0 fyrir okkur í dag."
Víkingar mættu Bröndby hátt á vellinum og héldu vel í boltann.
„Ef við förum í vörn í 90 mínútur þá erum við að fara að tapa. Það þarf bara að vera aggressívur, vinna og skora mörk."
Nikolaj Hansen er sjálfur frá Danmörku.
„Svo förum við út og spilum á móti Bröndby. Það verður gaman að fá vini og fjölskylduna mína að horfa á Bröndby Stadium, ótrúlega gaman."
„Þetta verður erfitt, það verða 25 þúsund harðir stuðningsmenn sem syngja allan leikinn. Við verðum bara að halda áfram því sem við höfum sýnt síðustu leiki."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir