Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Colwill sleit krossband á æfingu
Mynd: EPA
Levi Colwill, varnarmaður Chelsea á Englandi, mun missa af stærstum hluta tímabilsins eftir að hann sleit krossband á æfingu liðsins á þriðjudag.

Chelsea æfði í fyrsta sinn á Cobham-æfingasvæðinu á mánudag síðan það vann HM félagsliða í síðasta mánuði.

Colwill, sem er 22 ára gamall, sleit krossband á æfingunni og fór í kjölfarið í aðgerð, en áætlað er að hann verði frá í sex til níu mánuði.

Hann mun því í fyrsta lagi snúa aftur í lok tímabils, sem er mikið reiðarslag fyrir Chelsea og Colwill sem átti að spila stóra rullu á komandi leiktíð.

Englendingurinn spilaði 45 leiki á síðustu leiktíð er Chelsea vann Sambandsdeildina og HM, og þá er þetta sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að aðeins tæpt ár er þangað til HM landsliða fer af stað í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Óvíst er hvort Chelsea muni skoða markaðinn í leit að nýjum miðverði, en það er ágætlega mannað nú þegar og þá gekk hollenski táningurinn Jorrel Hato í raðir félagsins frá Ajax á dögunum.
Athugasemdir
banner