
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er í leikmannahópi Selfyssinga fyrir leik kvöldsins gegn Njarðvík í Lengjudeildinni.
Jón Daði hefur ekkert spilað vegna meiðsla síðan hann kom heim en hefur getað æft í aðdraganda leiksins og er í hópnum.
Selfoss þarf svo sannarlega á hans kröftum að halda en liðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Jón Daði hefur ekkert spilað vegna meiðsla síðan hann kom heim en hefur getað æft í aðdraganda leiksins og er í hópnum.
Selfoss þarf svo sannarlega á hans kröftum að halda en liðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Jón Daði er 33 ára sóknarleikmaður sem gerði garðinn frægan með Íslandi á EM 2016. Hann er uppalinn Selfyssingur og hefur meðal annars leikið fyrir Wolves, Reading, Millwall og Bolton á ferlinum.
Hann var kynntur með pompi og prakt í miðbæ Selfoss í sumar en hefur hingað til ekki getað látið til sín taka á vellinum. Það er erfiður leikur framundan fyrir Selfyssinga enda Njarðvík í öðru sæti og stefnir á að hirða toppsæti deildarinnar af ÍR.
Jón Daði, sem er með yfir 100 leiki að baki fyrir Selfoss, lék 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Á samfélagsmiðlum Selfyssinga má sjá þessa mynd af honum frá æfingu:

Lengjudeild karla - Leikir kvöldsins
18:00 Fylkir-Þór (tekk VÖLLURINN)
19:15 Grindavík-Leiknir R. (Stakkavíkurvöllur)
19:15 ÍR-Fjölnir (AutoCenter-völlurinn)
19:15 Njarðvík-Selfoss (JBÓ völlurinn)
19:15 HK-Keflavík (Kórinn)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 15 | 9 | 5 | 1 | 27 - 12 | +15 | 32 |
2. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 15 | 4 | 1 | 10 | 15 - 30 | -15 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 15 | 2 | 5 | 8 | 22 - 36 | -14 | 11 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir