Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
   mið 06. ágúst 2025 21:39
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Davíð Smári í Mosfellsbænum í kvöld.
Davíð Smári í Mosfellsbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég hefði viljað fá öll þrjú stigin hérna í dag," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Vestri

„Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik, betri aðilinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við ógna markinu þeirra, töluvert meira en þeir ógnuðu markinu okkar. Það er það sem skiptir máli í þessu. Hins vegar fannst mér þegar fór að líða aðeins á seinni hálfleikinn, þá fannst mér orkustigið í liðinu aðeins dvína. Mér fannst við taka það með okkur inn í seinni hálfleik. Mér fannst við aldrei ná neinum takt í seinni hálfleik, án þess þó að þeir ógnuðu okkur að neinu ráði. Svo skorum við mark, sem mér fannst vera löglegt mark. Ég skal samt viðurkenna að ég er ekki búinn að sjá það aftur, en mér fannst það gríðarlega tæpt. Þeir fá svo víti sem fyrir mitt leiti, held ég að sé víti, en mér fannst það samt 'soft'. Sóknarmaður Aftureldingar var aldrei líklegur að ná boltanum, en við erum auðvitað klaufalegir, það er snerting. Eftir að þeir skoruðu fannst mér þeir taka öll völd á leiknum," sagði Davíð.

Vestri heldur 6. sætinu með þessu stigi og koma sér sex stigum frá fallsætinu.

„Það er ennþá jafn langt í Aftureldingu eins og var fyrir þennan leik. Við erum auðvitað að koma hérna á mjög góðan, og erfiðan útivöll, á móti sterku liði Aftureldingar.  Við vissum það fyrir leik, að Afturelding tjaldaði öllu til og ætluðu sér að ná í þrjú stig hérna í dag, en tókst það ekki. Þannig að við verðum bara að vera sáttir með þetta stig, úr því sem komið var. Enn og aftur samt, ég er mjög svekktur með að hafa skorað tvö mörk, eins og ég segi ef þetta var rangstaða þá verð ég bara að gefa fullt kredit á línuvörðinn, því það var ofboðslega tæpt fannst mér," sagði Davíð.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir