Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amin Cosic spáir í 16. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Amin Cosic.
Amin Cosic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin spáir því að Dominik Radic skori tvö í kvöld.
Amin spáir því að Dominik Radic skori tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Arnar í sinn fyrsta sigur með Fylki?
Nær Arnar í sinn fyrsta sigur með Fylki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Fram, var bara með einn réttan þegar hann spáði í 15. umferð Lengjudeildarinnar. Amin Cosic, nýr leikmaður KR, spáir í 16. umferðina sem fer að mestu fram í kvöld.

Amin lék fyrri hluta tímabilsins með Njarðvík í Lengjudeildinni og var þá með betri leikmönnum deildarinnar.

Fylkir 2 - 1 Þór (18:00 í kvöld)
Þetta verður mjög tæpur leikur en Fylkismenn rífa sig í gang því þeir eru í fallsæti og taka hann 2-1. Teddi verður á eldi og setur tvö.

Njarðvík 3 - 1 Selfoss (19:15 í kvöld)
Mínir menn í Njarðvík taka þetta öruggt 3-1. Fá eitt klaufamark á sig, Dominik með tvö og Tómas Bjarki með eitt.

Grindavík 4 - 2 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Held að þetta verði markaleikur sem Grindavík mun vinna 4-2. Quental og Shkelzen skora mörkin fyrir Leikni.

HK 1 - 1 Keflavík (19:15 í kvöld)
Þetta verður góður leikur. Staðan verður 1-1 í Kórnum, Tumi með mark fyrir HK og Eiður mun skora flott mark fyrir Keflavík.

ÍR 2 - 0 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Verður ekki skemmtilegur leikur til að horfa á. ÍR skorar mark úr hornspyrnu og pakka svo í vörn og berjast vel. Skora seinna markið úr skyndisókn.

Völsungur 1 - 3 Þróttur R. (16:00 á morgun)
Þróttarar taka þetta sannfærandi 1-3 eftir leiðinlegt ferðalag norður.

Fyrri spámenn:
Hrannar Björn (5 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Viktor Freyr (1 réttur)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner