Crystal Palace óttast að sóknarmaðurinn Eddie Nketiah missi af um sex vikum vegna meiðsla aftan í læri.
Palace mætir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudag áður en liðið mætir Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sunnudaginn 17. ágúst.
Palace mætir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudag áður en liðið mætir Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sunnudaginn 17. ágúst.
Nketiah, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, fór meiddur af velli í æfingaleik gegn Augsburg á föstudaginn.
Palace er bikarmeistari en óvíst er hvort liðið muni fara í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina. Félagið hefur haft mjög hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar.
Athugasemdir