Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 10:17
Elvar Geir Magnússon
Guessand til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Aston Villa hefur framkvæmt sín fyrstu stóru leikmannakaup í þessum glugga en sóknarmaðurinn Evann Guessand er kominn til félagsins frá Nice í Frakklandi.

Þessi 24 ára Fílabeinsstrendingur er keyptur á 26 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað upp í rúmlega 30 milljónir eftir ákvæðum.

Hann var valinn leikmaður ársins hjá Nice eftir að hafa skorað 12 mörk á síðasta tímabili en Nice hafnaði í fjórða sæti frönsku deildarinnar.

Hann kemur með aukna breidd í sóknarleik Aston Villa en Ollie Watkins var eini náttúrulegi 'strækerinn' í hópnum hjá Unai Emery.

Fyrr í glugganum fékk Villa markvörðinn Marco Bizot frá Brest í Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner