Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Sesko á leið til Manchester
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko er að fljúga til Manchester í þessum töluðu orðum.

Manchester United hefur náð samkomulagi við RB Leipzig um kaupverð á leikmanninum - um 85 milljónir evra - og Sesko er á leið til Englands að ganga frá skiptunum.

Sesko hefur náð persónulegu samkomulagi við United en á eftir að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning. Hann klárar allt á morgun og verður svo kynntur sem nýr leikmaður United á laugardaginn.

Sesko valdi Man Utd fram yfir Newcastle.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Sesko í flugvél á leið til Manchester ásamt umboðsmanni sínum.


Athugasemdir
banner