
Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Bestu deildinni því Sara Dögg Ásþórsdóttir er komin á láni frá Lengjudeildarliði Fylkis.
Sara Dögg er fædd árið 2004. Hún er miðjumaður sem á að baki 82 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim tíu mörk.
Hún hefur hins vegar ekki spilað leik síðan í febrúar í fyrra.
Sara Dögg er fædd árið 2004. Hún er miðjumaður sem á að baki 82 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim tíu mörk.
Hún hefur hins vegar ekki spilað leik síðan í febrúar í fyrra.
Sara kemur á láni út tímabilið og í lok árs rennur samningur hennar við Fylki út. Á dögunum hafði Halla Helgadóttir félagaskipti í Fram en Fram hafði tilkynnt um komu hennar í vetur. Halla hefur glímt við meiðsli og er við nám í bandarískum háskóla.
Fram, sem er nýliði í Bestu deildinni, er í 6. sæti sem stendur. Liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld í 12. umferð deildarinnar. Sá leikur hefst klukkan 18:00 á Lambhagavellinum.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 12 | 10 | 1 | 1 | 46 - 8 | +38 | 31 |
2. FH | 11 | 8 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 25 |
3. Þróttur R. | 11 | 8 | 1 | 2 | 24 - 11 | +13 | 25 |
4. Þór/KA | 11 | 6 | 0 | 5 | 19 - 18 | +1 | 18 |
5. Valur | 12 | 4 | 3 | 5 | 14 - 18 | -4 | 15 |
6. Fram | 11 | 5 | 0 | 6 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Tindastóll | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 20 | -3 | 13 |
8. Stjarnan | 11 | 4 | 0 | 7 | 12 - 24 | -12 | 12 |
9. Víkingur R. | 11 | 3 | 1 | 7 | 18 - 27 | -9 | 10 |
10. FHL | 11 | 0 | 0 | 11 | 5 - 34 | -29 | 0 |
Athugasemdir