„Þetta var hörku leikur, eins og alltaf þegar þessi lið mætast," sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 1-1 jafntefli við Vestra í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Vestri
„Þeir komast yfir, og eiga hættulegri sénsa til að byrja með, svo fannst mér við taka yfir leikinn. Við eigum miklu fleiri færi, og miklu fleiri marktilraunir. Við erum að ýta þeim áfram, ég er mjög ánægður með trúnna hjá strákunum í seinni hálfleik. Við náum að uppskera verðskuldað jöfnunarmark af mínu mati, og svekktur að ná ekki inn öðru marki. Mér fannst við eiga það skilið, frábær stuðningur hér í kvöld og geggjað að sjá kraftinn í okkur síðustu tuttugu mínúturnar sérstaklega. Við erum að reyna að ná sigur markinu, því miður þá kom það ekki í dag, en mér fannst við eiga það skilið," sagði Magnús.
Afturelding átti góðan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu mögulega getað skorað sigur markið.
„Við vorum búnir að liggja mikið á þeim, og þeir auðvitað verða þreyttari fyrir vikið, svo var líka bara meiri hraði í spilinu hjá okkur í seinni hálfleik. Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri hjá okkur, við vorum að ýta meira á þá og fengum færi til þess að setja sigur markið, fleira ein eitt. Við hefðum getað gert það, en fínn leikur hjá strákunum. Hörku leikur og mikil barátta," sagði Magnús.
Hann var ánægður með dómgæsluna í leiknum fyrir utan eitt atvik sem snertir á Elmari Kára.
„Vel dæmdur leikur hjá Vilhjálmi Alvar, fyrir utan kannski eitt atvik sem mér fannst svekkjandi. Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild. Annan heimaleikinn í röð fær hann gult fyrir leikaraskap. Hann er pottþétt í topp þremur yfir leikmenn sem geta dripplað hraðast með bolta í deildinni. Ég hvet dómara til þess að reyna að drippla á þessum hraða og fá snertingu, öxl í öxl eða eitthvað slíkt. Það er auðvelt að detta við það, eins og í þessu tilviki fyrir utan teig, bara áfram með leikinn. Þú þarft ekki að áminna hann fyrir að detta, hann getur alveg dottið þó það sé ekki brot. Það er öxl í öxl og 'kontakt' í þessu.
Ef það er ekki aukaspyrna, slepptu því, en ekki vera að spjalda hann alltaf fyrir svona. Ég er búinn að horfa á þetta aftur, það er bara ýtt í hann, og mér finnst þetta nær því að vera aukaspyrna heldur en nokkurtíman gult spjald fyrir leikaraskap. Mér finnst pirrandi hvað hann er stimplaður fyrir þetta.
Hann fékk gult spjald í fyrra á móti Fjölni sem vakti mikla athygli, og mér finnst eins og það sé að teygja sig inn í þetta tímabil. Það var sama þar fannst mér, það var snerting. Ef að snertingin er lítil og þér finnst það ekki vera aukaspyrna, slepptu því að dæma. Það þarf ekki alltaf að vera áminna hann fyrir þetta, mér finnst það leiðinlegt. Líka bara, það er oft brotið á honum, oft er brotið á honum áður, hann er í litlu jafnvægi og dettur svo aðeins seinna þegar það kemur önnur snerting.
Þannig ég held að dómarar ættu frekar að vernda leikmenn sem eru leiknir með boltann. Ég held að þetta séu leikmennirnir sem fólk kemur til að horfa á. Þetta eru skemmtilegu leikmennirnir sem fólk villl horfa á, og það ætti frekar að vera að hjálpa þeim að geta sýnt leikni sína með boltann, heldur en að vera refsa þegar þeir detta við öxl í öxl. Þá bara getur þú dottið, aukaspyrna? Slepptu því ef þér finnst þetta ekki aukaspyrna. Ekki áminna hann," sagði Magnús.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.