Breki Baldursson og Nóel Atli Arnórsson komu við sögu í sínum liðum þegar þau komust áfram í danska bikarnum í dag.
Breki var í byrjunarliði Esbjerg þegar liðið vann Marienlyst 2-1. Hann var nálægt því að koma liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en markvörður Marienlyst sá við honum.
Breki var í byrjunarliði Esbjerg þegar liðið vann Marienlyst 2-1. Hann var nálægt því að koma liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en markvörður Marienlyst sá við honum.
Nóel Atli byrjaði á bekknum þegar Álaborg vann Vendsyssel 2-1 eftir framlengdan leik. Hann kom inn á 83. mínútu.
Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasund þegar liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Stabæk í næst efstu deild í Noregi. Hann var tekinn af velli á 52. mínútu og á sama tíma kom Ólafur Guðmundsson inn á.
Álasund lenti undir í fyrri hálfleik en skoruðu tvö mörk með sex mínútna kafla seint í leiknum og fór með sigur af hólmi.
Hinrik Harðarson kom inn á þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma þegar Odd tapaði 2-0 gegn Start. Álasund er í 3. sæti með 29 stig en Odd í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir