Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 07. ágúst 2025 21:24
Alexander Tonini
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks hress að vanda
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks hress að vanda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks sýndi það hér í kvöld hvað hópurinn hans er breiður þegar han gerði fimm breytingar frá sigurleiknum á móti Val 0-3 á mánudeginum var.

„Já ég er sammála, ég gerði sex breytingar frá leiknum á móti Val og stelpurnar voru frábærar í dag. Það mun valda mér hausverk að velja lið en ég er mjög sáttur að ungu stelpurnar nýttu tækifærin sín vel og spiluðu fábærlega hér í kvöld"

Það voru fjórar stelpur í byrjunarliði Breiðabliks fæddar 2006 eða seinna á móti Fram og stóðu þær sig einstaklega vel hér í kvöld. Þær Edith Kristín Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir stóðu upp úr í leiknum.

„Það er algjör snilld, þær fá tækifæri hér í kvöld og nýta það. Þær eru eflaust ósáttar með spiltíma sinn en það eru á svona dögum sem þær fá tækifærið og nýta það alveg í botn"

Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Breiðablik

Edith Kristín Kristjánsdóttir fædd 2008 hefur verið óheppin í ár fyrir framan markið og fékk nokkur góð færi í leiknum. En svo kom markið loksins á 59. mínútu leiks eftir frábæran undirbúning frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur sem átti stórleik á miðjunni hjá Blikum.

„Ég er mjög ánægður að Edith skoraði, hún er búin að koma sér oft í góðar stöður og ýmist verið óheppin eða frábær markvarsla. Ég er mjög sáttur að hún skoraði og nú vonandi losnar markastíflan"

Birta Georgsdóttir skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili sem kláraði leikinn endanlega fyrir Breiðablik og kom þeim 4-1 yfir. Birta er nú markahæst í Bestu deildinni með 10 mörk ásamt Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem var fékk verðskulduga hvíld í kvöld.

Hvernig finnst Nik að eiga tvær markahæstu leikmennina í Bestu deildinni?

„Berglind er Berglind hún mun skora, mig langar ekki til að taka því sem sjálfsögðum hlut en samt. Ég er mjög sáttur fyrir hönd Birtu, hún er búin að leggja sig hart fram í vetur og þetta er í fyrsta sinn sem hún er að skora 10 mörk síðan 2019 og það er rosalega stórt fyrir hana"

En voru merki um kæruleysi í undanúrslitum á móti Lengjudeildarliðinu ÍBV þegar liðið lenti 0-2 en tókst að snúa leiknum við og unnu að lokum 3-2?

„Þetta er bara undanúrslit Mjólkurbikarsins, það getur hvað sem er gerst í þeim leikjum. Sjáðu bara Manutd á móti Coventry", sagði Nik að lokum og var að vísa í undanúrslit FA bikarsins í fyrra þegar stórlið Manchester United missti niður 3-0 forystu á móti Coventry sem spilar í Championship deildinni en fór að lokum áfram eftir vítaspyrnukeppni.

Viðtalið heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner