Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Opna aftur viðræður um liðsfélaga Hákonar
Bafode Diakite.
Bafode Diakite.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur aftur hafið viðræður við franska félagið Lille um varnarmanninn Bafode Diakite.

Breska ríkisútvarpið segir frá þessu en Bournemouth gekk áður frá borðinu út af 35 milljón punda verðmiða á leikmanninum.

Bournemouth er að selja úkraínska miðvörðinn Illia Zabarnyi til Paris Saint-Germain fyrir 55 milljónir punda og vantar nauðsynlega að styrkja varnarlínu sína.

Diakite er efstur á óskalistanum en hann er búinn að samþykkja fimm ára samning við Bournemouth. Félögin halda áfram að ræða sín á milli.

Diakite er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir öll yngri landslið Frakklands. Hjá Lille er hann liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar.
Athugasemdir
banner