Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 15:17
Elvar Geir Magnússon
Barcelona sviptir Ter Stegen fyrirliðabandinu
Marc-Andre ter Stegen.
Marc-Andre ter Stegen.
Mynd: EPA
Barcelona hefur svipt Marc-Andre ter Stegen fyrirliðabandinu vegna deilna félagsins við markvörðinn.

Þessi 33 ára leikmaður fór í bakaðgerð í júlí en vildi ekki gefa spænsku deildinni upplýsingar um læknaskýrslur sínar. Með því hefði hann getað gefið Barcelona grænt ljós á að skrá nýja leikmenn ef skýrslurnar sýna að hann verði frá í fjóra mánuði eða meira. Ter Stegen segist sjálfur verða frá í þrjá mánuði.

Meðal leikmanna sem Barcelona fékk í summar er markvörðurinn Joan Garcia frá Espanyol.

Barcelona segir að varafyrirliðinn Ronald Araujo taki nú við fyrirliðabandinu, um tíma að minnsta kosti.

Ter Stegen hefur leikið yfir 400 leiki fyrir Barcelona síðan hann kom frá Borussia Mönchengladbach 2014 en hann hefur meðal annars unnuð Meistaradeildina og sex Spánarmeistaratitla með félaginu.
Athugasemdir
banner