Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko er á leið til Manchester United eftir að Red Bull Leipzig samþykkti 74 milljóna punda tilboð frá United í leikmanninn.
Slóvenski fótboltafréttamaðurinn Izidor Kordic segir við breska ríkisútvarpið að Sesko sé með hugarfar upp á 10 af 10 og sé fullkominn fyrir ensku úrvalsdeildina.
Slóvenski fótboltafréttamaðurinn Izidor Kordic segir við breska ríkisútvarpið að Sesko sé með hugarfar upp á 10 af 10 og sé fullkominn fyrir ensku úrvalsdeildina.
„Hann er með hæfileika til að geta haft sömu áhrif hjá Manchester United og Erling Haaland hjá Manchester City," segir Kordic.
„Hann er stærsta fótboltastjarna sem við höfum eignast í Slóveníu en það besta er að það besta frá honum á enn eftir að koma. Við getum bara verið spennt varðandi framtíð hans."
„Vandamálið fyrir United er að félagið er með Rasmus Höjlund sem er á sama aldri og Sesko og var líka kastað í djúpu laugina þegar hann kom. Það verður mikil pressa á Sesko en fyrir utan hversu mikill íþróttamaður hann er og hversu geggjaða fótboltahæfileika hann hefur þá er karakter hans og hugarfar upp á 10 af 10."
„Það er eitggvað sem gerir gæfumun á hæsta getustigi. Hann er tilbúinn að verða aðalsóknarmaður Manchester United. Stærð félagsins gerir það að verkum að hann valdi United. Ég tel að hann sé sniðinn fyrir ensku úrvalseildina. Ég veit samt ekki hvort hann muni skora 20 eða 25 mörk á þessu tímabili. Líklega nær 10-15 því hann er ekki fullmótaður enn."
„En ég tel að hvernig hann er byggður sem íþróttamaður, hraðinn sem hann býr yfir geri hann fullkominn fyrir þessa deild."
Athugasemdir