Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið kemur mest á óvart?
Gæti Manchester United komið á óvart?
Gæti Manchester United komið á óvart?
Mynd: EPA
Andri Már, Nablinn, er einn af álitsgjöfunum.
Andri Már, Nablinn, er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur 15. ágúst næstkomandi. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.

Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer tvö sem er hvaða lið kemur mest á óvart á komandi keppnistímabili?

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Manchester United, sigla þægilega inn í Champions League.

Andri Már Eggertsson, skemmtikraftur
Það mun koma einhverjum á óvart þegar Manchester United endar í Meistaradeildarsæti en ekki mér og því segi ég Burnley.

Arna Eiríksdóttir, leikmaður FH
Fulham enda í sjöunda sæti þvert á allar spár.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Held að Fulham muni komi á óvart í ár.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Man Utd endar í top 10 sem verður að teljast framfaraskref.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Tottenham úr 17. sæti í topp þrjá.

Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Manchester United og Sunderland.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Ég ætla að spá því að Tottenham munu verða öflugir í ár. Ég er mikill Tomas Frank maður, ég held að hann sé að fara gera gríðarlega vel með Tottenham.

Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Tottenham gætu orðið þokkalegir.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Held að það verði Leeds. Verða gæla við Confrence League sæti sem þeir ná ekki að lokum. Verða ekki í fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner