Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Löppin svæfð hjá Niko sem gerði allt til að spila
Nikolaj fagnar marki sínu í gær.
Nikolaj fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen hefur verið að spila stórkostlega síðustu daga og vikur. Hann var auðvitað á skotskónum í gær þegar Víkingur vann 3-0 sigur á Bröndby.

Nikolaj, sem er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga, spilaði leikinn þrátt fyrir að hafa fengið ljótan skurð á löppina í leiknum á undan.

„Niko fékk ljótan skurð. Fóturinn hans verður svæfður í leiknum svo hann geti hlaupið á honum," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, fyrir leikinn.

Danski sóknarmaðurinn var sjálfur staðráðinn í að missa ekki af þessum leik.

„Læknarnir eru búnir að skoða þetta. Ég geri allt til að spila á morgun," sagði Niko daginn fyrir leik.

Hann spilaði leikinn og skoraði markið sem setti tóninn að stórkostlegum 3-0 sigri.
Athugasemdir