Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 11:59
Elvar Geir Magnússon
Galdur kominn í KR (Staðfest)
Galdur Guðmundsson.
Galdur Guðmundsson.
Mynd: KR
Galdur Guðmundsson er kominn með leikheimild með KR en hann er kominn til félagsins frá Horsens í Danmörku.

Galdur er nítján ára kantmaður sem lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Breiðabliki þegar hann var kornungur. Galdur lék sinn fyrsta leik tímabilið 2021 og sumarið 2022 lék hann sex keppnisleiki með Blikum áður en hann fór út til danska stórliðsins FCK.

Hann var keyptur til Horsens, í dönsku 1. deildina, í vetur en þá hafði hann einnig verið í viðræðum við íslensk félög, þar á meðal KR. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Horsens. Galdur kom inn á hjá Horsens í 1. umferð deildarinnar, var ónotaður varamaður í 2. umferðinni og utan hóps í 3. umferðinni síðasta mánudag.

Galdur gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir KR á mánudag. Þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. KR er í fallsæti í Bestu deildinni.

„Við hlökkum mikið til að sjá Galdur á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!" segir í tilkynningu KR.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner