Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Galdur líklega á leiðinni í KR
Galdur á að baki 18 leiki fyrir yngri landsliðin.
Galdur á að baki 18 leiki fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR er að kaupa Galdur Guðmundsson frá danska félaginu Horsens. Vinur hans greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KR lagt fram tilboð í leikmanninn og eru góðar líkur á því að hann fari í Vesturbæinn.

Ef allt gengur eins og smurt gæti Galdur verið kominn með leikheimild fyrir leik KR gegn Aftureldingu sem fram fer á mánudag. Það væru góð tíðindi fyrir KR-inga því Luke Rae, hægri kantmaður KR, virtist togna í leik liðsins gegn ÍBV um síðustu helgi.

Galdur er nítján ára kantmaður sem lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Breiðabliki þegar hann var kornungur. Galdur lék sinn fyrsta leik tímabilið 2021 og sumarið 2022 lék hann sex keppnisleiki með Blikum áður en hann fór út til danska stórliðsins FCK.

Hann var keyptur til Horsens, í dönsku 1. deildina, í vetur en þá hafði hann einnig verið í viðræðum við íslensk félög, þar á meðal KR. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Horsens.

Galdur kom inn á hjá Horsens í 1. umferð deildarinnar, var ónotaður varamaður í 2. umferðinni og utan hóps í 3. umferðinni síðasta mánudag.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner
banner
banner