Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Masuaku á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Masuaku fagnar hér marki með West Ham.
Masuaku fagnar hér marki með West Ham.
Mynd: EPA
Sunderland heldur áfram að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum en bakvörðurinn Arthur Masuaku er að ganga í raðir félagsins.

Hann var síðast á mála hjá Besiktas í Tyrklandi en samningur hans þar rann út eftir síðasta tímabil.

Masuaku er við það að skrifa undir tveggja ára samning við Sunderland samkvæmt Fabrizio Romano.

Masuaku, sem er vinstri bakvörður, spilaði áður með West Ham í sex ár en hann yfirgaf félagið 2022. Hann spilaði á sínum tíma 128 leiki fyrir Lundúnafélagið.

Masuaku er 31 árs gamall og á 36 landsleiki að baki fyrir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.
Athugasemdir
banner
banner