Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Kane skoraði og átti svakalegt vítaklúður gegn gömlu félögunum
Harry Kane skoraði og klúðraði víti gegn Tottenham
Harry Kane skoraði og klúðraði víti gegn Tottenham
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði og klúðraði vítaspyrnu í 4-0 stórsigri Bayern München á gömlu félögum hans í Tottenham í æfingaleik á Allianz-Arena í München í kvöld.

Þetta var í annað sinn sem Kane mætir Tottenham síðan hann yfirgaf félagið fyrir tveimur árum.

Hann lék gegn Tottenham á sama tíma á síðasta ári en tókst ekki að skora, en fyrsta mark hans gegn félaginu kom í dag.

Englendingurinn tók á móti svakalegri sendingu frá Michael Olise, dansaði aðeins með boltann í teignum áður en hann skoraði með góðu skoti.

Stuttu síðar gat hann tvöfaldað forystu Bayern er þýska liðið fékk vítaspyrnu en honum brást bogalistin og rúmlega það með því að þruma boltanum hátt yfir markið.

Kingsley Coman bætti við öðru á 61. mínútu og nokkrum mínútum síðar fór Kane og átta aðrir Bayern-menn af velli. Táningarnir Lennart Karl og Jonah Kusi Asare skoruðu tvö mörk fyrir Bayern á síðasta stundarfjórðungi leiksins og þar við sat.

Þetta var síðasti leikur Tottenham á undirbúningstímabilinu, en næst er það Paris Saint-Germain í Ofurbikar Evrópu á miðvikudag áður en liðið tekur á móti Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Athugasemdir
banner