Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
   mið 06. ágúst 2025 22:59
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram þurfti að gera sér eitt stig að góðu á heimavelli í Úlfarsárdal er liðið mætti Stjörnunni í kvöld en lokatölur urðu 1-1. Fram hafði talsverða yfirburði í leiknum framan af en tókst ekki að skora nema eitt mark sem gestirnir úr Garðabæ að endingu refsuðu þeim fyrir. Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og var spurður hvort hann væri mögulega sá svekktari af þjálfurum liðanna.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

„Ég get alveg ímyndað mér það að það sé svoleiðis. En engu að síður og þrátt fyrir okkar yfirburði í fyrri hálfleik þá náðum við ekki að skora og það veit aldrei á gott.“

„Mér fannst Stjarnan koma mjög öflugir út í síðari hálfleik. Dældu mikið af löngum boltum fram á Andra Rúnar og Alex var að hlaupa í gegn og þeir ógnuðu okkur þannig. Mér fannst við ekki hafa nógu góð tök á síðari hálfleik og þeir sköpuðu fullt.“

Eins og fyrr segir var lið Fram með talsverða yfirburði í fyrri hálfleik en var ekki að takast að skapa sér afgerandi dauðafæri. Hvað var það sem upp á vantaði? Þessi svokallaða úrslitasending?

„Bæði það og það að þegar menn komast í dauðafæri þá vantar drápseðlið og bara vera með gæðin í það að slútta færunum almennilega.“

Langt er um liðið síðan að Fram tapaði síðast deildarleik en það gerðist síðast 2.júní síðastliðinn. Vissulega gott að tapa ekki en Rúnar hefði viljað fá fleiri stig.

„Algjörlega frábært en ég tel okkur eiga að vera með fleiri stig. Það er gott að tapa ekki leikjum og vera með jafnvægi en mér finnst við því miður búnir að brenna af allt of mörgum góðum færum í sumar. Ef við hefðum haft betri nýtingu í okkar færum og því sem við sköpum þá gætum við verið með örlítið fleiri stig en við þurfum bara að æfa það betur.“

Félagaskiptaglugginn lokar senn og var Rúnar spurður hvort möguleiki væri á einhverjum fréttum úr Úlfarsárdal.

„Ekkert nema eitthvað komi óvænt upp. Við erum ekki búnir að fá neitt inn á borð til okkar sem hefur gengið upp, Vissulega búnir að reyna eitthvað en ég sé ekki fram á að við séum að bæta við okkur leikmanni.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir