Eliezer Mayenda hefur framlengt samning sinn við Sunderland til ársins 2030 en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
Mayenda, sem er 20 ára gamall Spánverji, kom til Sunderland frá franska félaginu Sochaux fyrir tveimur árum.
Hann skoraði tíu mörk og gaf fimm stoðsendingar er liðið kom sér aftur upp í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru.
Framherjinn hefur verið verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning.
Sunderland mætir West Ham United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í næstu viku.
My name's Eliezer Mayenda... ???????? pic.twitter.com/83uKTjD0oF
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) August 7, 2025
Athugasemdir