Mateo Kovacic, miðjumaður Manchester City, er mjög eftirsóttur af félögum í Sádi-Arabíu.
Fabrizio Romano greinir frá því að félög í Sádi-Arabíu hafi sett sig í samband við króatíska miðjumanninn undanfarnar vikur en hann vill vera áfram hjá Man City.
Fabrizio Romano greinir frá því að félög í Sádi-Arabíu hafi sett sig í samband við króatíska miðjumanninn undanfarnar vikur en hann vill vera áfram hjá Man City.
Enska félagið vonast til að hann verði áfram hjá félaginu.
Kovacic er 31 árs gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum hjá City. Hann gekk til liðs við Man City frá Chelsea árið 2023. Hann hefur komið við sögu í 88 leikjum og skorað 10 mörk.
Athugasemdir