Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði þrennu á tæpum hálftíma
Cristiano er sjóðandi heitur
Cristiano er sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 4-0 sigri Al Nassr á Rio Ave í æfingaleik á Algarve í kvöld.

Franski miðvörðurinn Mohamed Simakan kom Al Nassr yfir á 15. mínútu og komst Ronaldo á blað þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Ronaldo skoraði annað mark sitt á 63. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar.

Portúgalinn búinn að skora í báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu en Al Nassr spilar síðasta æfingaleikinn gegn Almería á sunnudag áður en það mætir Al Ittihad í Ofurbikar Sádi-Arabíu þann 19. ágúst.






Athugasemdir
banner