AC Milan hefur fengið til sín svissneska miðjumanninn Ardon Jashari frá Club Brugge í Belgíu.
Hann er 23 ára og var bæði valinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í belgísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Hann gengur í raðir AC Milan fyrir um 37 milljónir evra og verður í treyju númer 30.
Hann er 23 ára og var bæði valinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í belgísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Hann gengur í raðir AC Milan fyrir um 37 milljónir evra og verður í treyju númer 30.
Það tók sinn tíma fyrir Milan að ná samkomulagi við Club Brugge en nú er allt frágengið.
Jashari var eitt ár í Belgíu en hann kom frá Luzern fyrir ári síðan og var þá keyptur á 6 milljónir evra. Á síðasta tímabili lék hann 52 leiki í öllum keppnum og hjálpaði sínu liði að verða belgískur bikarmeistari.
Athugasemdir