Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 08. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd sendi njósnara til Ítalíu
Comuzzo í leik með Fiorentina
Comuzzo í leik með Fiorentina
Mynd: EPA
Manchester United fylgist grannt með stöðu ítalska miðvarðarins Pietro Comuzzo, sem er á mála hjá Fiorentina í heimalandinu. TuttoSport segir frá.

Comuzzo er tvítugur og sprakk út með Fiorentina á síðasta tímabili en hann lék 33 leiki í Seríu A og var einn af betri varnarmönnum deildarinnar.

TuttoSport segir að Man Utd hafi sent njósnara til að fylgjast með Comuzzo á undirbúningstímabilinu, en Bournemouth og Sunderland gerðu það einnig og samkeppnin því mikil um ítalska varnarmanninn.

Talið er að hann sé falur fyrir rúmar 30 milljónir punda, en leikmaðurinn vill þó sjálfur taka að minnsta kosti eitt tímabil til viðbótar með Fiorentina áður en hann hugsar sér til hreyfings.

Man Utd mætir Fiorentina í æfingaleik á Old Trafford á morgun og aldrei að vita nema framtíð Comuzzo verði rædd í leiðinni.
Athugasemdir
banner