Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Antony á leið til Benfica?
Mynd: EPA
Portúgalska félagið Benfica er búið að opna viðræður við Manchester United um brasilíska leikmanninn Antony. CNN í Portúgal greinir frá.

Brasilíski vængmaðurinn er ekki í plönum Ruben Amorim fyrir tímabilið og má því finna sér nýtt félag en hann hefur verið orðaður við Real Betis, þar sem hann eyddi síðasta tímabili á láni, og félög í Sádi-Arabíu.

CNN í Portúgal segir Benfica nú komið í baráttuna og að félagið hafi tvisvar sinnum sett sig í samband við United varðandi mögulegt lán.

Man Utd er opið fyrir því að senda hann til Benfica, sem gæti um leið opnað á frekari viðskipti á milli félagana í framtíðinni.

Antony, sem er 25 ára gamall, er næst dýrasti leikmaður í sögu Man Utd á eftir Paul Pogba. Hann hefur engan veginn tekist að finna sig hjá félaginu síðan hann kom frá Ajax fyrir þremur árum.
Athugasemdir