Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Jóhann Árna tilbúinn að fara erlendis
Lengjudeildin
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er spurning hvað verður um miðjumanninn Jóhann Árna Gunnarsson eftir tímabil.

Hann hefur spilað með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar en það er afar ólíklegt að hann taki annað tímabil í næst efstu deild.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis - sem er að hætta - vill að Jóhann Árni fari erlendis.

„Ég vil helst sjá Jóhann Árna fara erlendis í framhaldinu. Hann er búinn að stíga vel upp á þessu ári. Allir vita að hann hefur góða hæfileika og margt til brunns að bera, en það eru ákveðnir þættir sem mér finnst hann hafa bætt sig verulega í á þessu ári, og þessu sumri," sagði Ási í viðtali í gær.

„Ég myndi vilja sjá hann taka stærra skref en að fara upp um eina deild."

Jóhann Árni er ekki í U21 landsliðinu að þessu sinni. Hann var spurður að því fyrr í sumar hvort það væri ekki markmiðið að vera í U21.

„Já klárlega, ég tel að ef ég næ að sýna mínar bestu hliðar í sumar þá á ég séns á því að vera í hópnum. Ég horfi á það þannig og veit að Davíð Snorri er sammála að ef leikmaðurinn er nógu góður, þá er hann valinn í hópinn. Það er því undir mér komið að æfa og spila á U21 'leveli' þó svo að ég spili í Lengjudeildinni," sagði Jóhann Árni.

Sjá einnig:
„Er ekki skylda fyrir íslenska knattspyrnu að Jóhann spili í efstu deild á næsta ári?"
„Langaði að koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á heima"
„Þú ættir að labba þarna út á, þetta er bara grín"
Athugasemdir
banner
banner