Amelía Rún Fjeldsted hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rift samningi sínum við Fylki. Hún missti af stærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla en náði að spila í síðustu fjórum leikjunum.
Hún kom til Fylkis frá Keflavík fyrir þetta tímabil en þar hafði hún leikið allan sinn meistaraflokksferil. Amelía er tvítugur kantmaður og á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin.
Fylkir endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Hún kom til Fylkis frá Keflavík fyrir þetta tímabil en þar hafði hún leikið allan sinn meistaraflokksferil. Amelía er tvítugur kantmaður og á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin.
Fylkir endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Hún var samningsbundin Fylki út næsta tímabil en eftir að ljóst varð að Gunnar Magnús Jónsson verður ekki áfram þjálfari liðsins ákvað hún að nýta sér ákvæði í samningi sínum og rifti honum.
Athugasemdir