Mohamed Salah var í stuði þegar Egyptaland tryggði sér sæti á HM með sigri gegn Djíbútí í kvöld. HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.
Egyptaland var með 2-0 forystu í hálfleik. Salah skoraði annað mark liðsins og innsiglaði sigurinn með marki undir lokin, 3-0 sigur og Egyptaland tryggði sér sætið á HM fyrir lokaumferðina í undankeppninni þar sem liðið mætir Gíneu-Bissaú.
Egyptaland var með 2-0 forystu í hálfleik. Salah skoraði annað mark liðsins og innsiglaði sigurinn með marki undir lokin, 3-0 sigur og Egyptaland tryggði sér sætið á HM fyrir lokaumferðina í undankeppninni þar sem liðið mætir Gíneu-Bissaú.
Salah hefur ekki verið upp á sitt besta í byrjun tímabilsins hjá Liverpool en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú í tíu leikjum í öllum keppnum.
Egyptaland er á toppnum í sínum riðli með 23 stig eftir níu umferðir. Búrkína Fasó er í 2. sæti riðilsins og gæti komist á HM sem eitt af liðunum með besta árangurinn i 2. sæti.
Athugasemdir