Arsenal er með fjögurra stiga forystu á Bournemouth toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Crystal Palace en Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins gegn sínum gömlu félögum.
Bournemouth lagði Nottingham Forest einnig í dag en Man City dróst aftur úr í baráttunni eftir tap gegn Aston Villa.
Bournemouth lagði Nottingham Forest einnig í dag en Man City dróst aftur úr í baráttunni eftir tap gegn Aston Villa.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hæstánægður eftir leikinn.
„Ég sagði strákunum að ég met þennan sigur meira en aðra sigra á tímabilinu. Af því við vitum hversu erfiður þessi leikur er, við komum eftir að hafa spilað á þriggja daga fresti, það er stórt tækifæri líka eftir það sem gerðist um helgina," sagði Arteta.
Athugasemdir



