Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjällby sló stigamet Malmö og AIK
Mynd: EPA
Mjällby kom öllum á óvart og tryggði sér sænska titilinn en félagið kemur frá litlu 1500 manna sjávarþorpi í Svíþjóð.

Ekki nóg með það heldur hefur liðinu tekist að bæta stigametið í deildinni þegar tvær umferðir eru ennþá eftir.

Liðið mætti Arnóri Ingva Traustasyni og Ísak Andra Sigurgeirssyni í Norrköping í gær og unnu 2-1 eftir að hafa lent undir.

Liðið er því komið með 69 stig og hefur bætt með Malmö og AIK þegar tvær umferðir eru ennþá eftir. Malmö nældi í 67 stig árið 2010 og AIK árið 2018.

Athugasemdir
banner
banner