Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dani Beneítez ráðinn þjálfari Víðis (Staðfest)
Dani í svörtu úlpunni og Sólmundur í bláu.
Dani í svörtu úlpunni og Sólmundur í bláu.
Mynd: Víðir
Víðir Garði, sem féll úr 2. deild í sumar, tilkynnti um helgina að þeir Dani Benéitez og Sólmundur Einvarðsson verði áfram þjálfarar liðsins.

Dani, sem var leikmaður liðsins, tók við stjórnartaumunum til bráðabirgða eftir að Sveinn Þór Steingrímsson var látinn fara í sumar.

Dani hefur nú fengið áframhaldandi ráðningu, skrifar undir eins árs samning, og mun leggja skóna á hilluna, í bili hið minnsta. Hann er 27 ára og lék sem miðjumaður, hann kom til Víðis fyrir tímabilið 2023 og varð Fótbolti.net meistari með liðinu og fór upp úr 3. deildinni með liðinu 2024.

Sveinn, sem tók við liðinu fyrir tímabilið 2023, var rekinn 30. júní þegar liðið var í 11. sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu leiki. Liðið tók tólf stig úr síðustu tólf leikjunum en það dugði ekki til að halda sætinu í deildinni.

Tilkynning Víðis
Dani færði sig af miðjunni í boðvanginn um mitt sumar og stýrði liðinu út tímabilið. Við það tók gengi liðsins og frammistaða við sér, þó ekki hafi dugað til.

Hann gerir nú eins árs samning við félagið.

Dani er aðeins 28 ára gamall og er um ræða hans fyrsta þjálfunarstarf í meistaraflokki. Hann mun ekki koma til með að leika með liðinu áfram og hafa skórnir því verið lagðir á hilluna eins og er.

Sólmundur Einvarðsson var honum til aðstoðar í sumar og verður það áfram, en þeirra samstarf var öflugt.

Við óskum honum góðs gengis í nýju starfi og hlökkum til samstarfsins.
Athugasemdir