Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði sigurmarkið gegn City og framlengir
Mynd: EPA
Matty Cash hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Aston Villa.

Hægri bakvörðurinn er einn af þremur mikilvægum leikmönnum liðsins sem félagið var í viðræðum við en félagið er einnig að ræða við þá Morgan Rogers og John McGinn.

Cash hefur verið heitur í upphafi tímabils,s skorað tvö mörk í fyrstu níu leikjunum. Hann var á skotskónum í gær þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City.

Cash er 28 ára og hefur verið hjá Villa síðan 2020 en hann kom frá Nottingham Forest.

Hann er Englendingur, fæddur á Englandi, en spilar fyrir Pólland og hefur skorað fjögur mörk í 22 landsleikjum.

Athugasemdir