Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Paqueta vill yfirgefa West Ham
Mynd: EPA
Lucas Paqueta, miðjumaður West Ham, vill yfirgefa félagið í janúar. The Times greinir frá þessu.

Aston Villa reyndi að fá hann undir lok félagaskiptagluggans í sumar. Í kjölfarið skoraði Paqueta í 3-0 sigri gegn Nottingham Forest og var með látbragð í fagnaðarlátunum sem gaf til kynna að hann yrði áfram hjá félaginu.

Hann virðist hins vegar vilja yfirgefa félagið núna. Hann var orðaður við Man City áður en hann var ákærður fyrir veðmálasvindl en hann var sýknaður að lokum.

Samningur hans við West Ham rennur út árið 2027.
Athugasemdir
banner
banner