Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Lookman skoraði í jafntefli gegn Milan - Naumt hjá Napoli
Mynd: EPA
Napoli heimsótti Lecce í ítölsku deildinni í kvöld en Napoli er á toppnum á meðan Lecce hefur aðeins unnið einn leik og situr í 16. sæti.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á bekknum hjá Lecce. Scott McTominay og Rasmus Höjlund byrjuðu á bekknum hjá Napoli og þá er Kevin de Bruyne frá vegna meiðsla.

Lecce fékk gullið tækifæri til að komast yfir þegar liðið fékk vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Hinn 17 ára gamli Francesco Camarda tók spyrnuna en Vanja Milinkovic-Savic varði frá honum.

Stuttu síðar komu Tominay og Höjlund inn á en það var Frank Anguissa sem tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá David Neres.

Milan heimsótti Atalanta í seinni leik kvöldsins og Samuele Ricci kom Milan yfir snemma leiks. Ademola Lookman opnaði markareikninginn sinn þegar rúmlega hálftími var liðinn af leiknum og bjargaði stigi fyrir Atalanta.

Þetta var fimmta jafntefli Atalanta í röð. Liðið er í 7. sæti með 13 stig. Milan er í 3. sæti meeð 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Napoli. Lecce er með sex stig í 16. sæti.

Lecce 0 - 1 Napoli
0-0 Francesco Camarda ('55 , Misnotað víti)
0-1 Andre Zambo Anguissa ('69 )

Atalanta 1 - 1 Milan
0-1 Samuele Ricci ('4 )
1-1 Ademola Lookman ('35 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
3 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
7 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
8 Juventus 8 3 3 2 9 8 +1 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
11 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
12 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir
banner