Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 12:58
Kári Snorrason
Varamarkvörður Inter olli banaslysi
Josep Martínez.
Josep Martínez.
Mynd: EPA

Josep Martínez, varamarkvörður Inter, átti í hlut í bílslysi þar sem karlmaður á níræðisaldri lést. Slysið átti sér stað í morgun, skammt frá æfingasvæði Inter.


Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ók markvörðurinn á manninn sem lést samstundis. Maðurinn var sagður sitja í rafmagnshjólastól þegar slysið varð, um fimm kílómetrum frá æfingasvæði Inter.

Félagið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið en hefur aflýst blaðamannafundi þjálfarans Cristian Chivu sem átti að fara fram klukkan 14 í dag.

Martinez hefur spilað tvo leiki fyrir Inter í deildinni á tímabilinu í fjarveru Yann Sommer, aðalmarkvarðar liðsins. Hann gekk til liðs við félagið árið 2024 frá Genoa þar sem hann var aðalmarkvörður.


Athugasemdir